Veit ekki einu sinni hvað gerðist

Elvar Örn Jónsso fékk rautt spjald gegn Slóveníu.
Elvar Örn Jónsso fékk rautt spjald gegn Slóveníu. mbl.is/Eyþór Árnason

„Mér fannst þetta allt mjög harðir dómar,“ sagði Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, um þrjár brottvísanir sem hann fékk í leiknum gegn Slóveníu á HM. Þrjár brottvísanir þýða rautt spjald og var Elvar því ekki með á lokakaflanum.

„Fyrsta var mjög harður dómur og ég veit ekki einu sinni hvað gerðist í þriðju brottvísuninni. Þeir fóru í VAR og hljóta að hafa séð eitthvað sem ég sá ekki,“ sagði Elvar.

Hann viðurkenndi að það hafi verið erfitt að vera í stúkunni að horfa á liðsfélagana. „Það er erfiðara að sitja upp í stúku en á vellinum og geta ekkert gert. Mér leið samt vel því við vorum með þá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert