Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í góðum gír eftir sigur Íslands gegn Egyptalandi í milliriðli fjögur á heimsmeistaramótinu í Zagreb í Króatíu í gær.
Leiknum lauk með þriggja marka sigri Íslands, 27:24, en Aron átti stórleik fyrir íslenska liðið og var næstmarkahæstur með átta mörk.
Með sigrinum tyllti Ísland sér á topp milliriðilsins en liðið mætir heimamönnum í Króatíu í Zagreb og getur með sigri, eða jafntefli, tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar.
Eftir leik heilsaði Aron upp á móður sína, Arndísi Heiðu Einarsdóttur sem var á meðal áhorfenda í stúkunni. Mæðginin spjölluðu saman í leikslok og tóku svo sjálfsmynd saman en mynd af þessu má hér fyrir neðan.