Sigur á Argentínu og Ísland bíður örlaga sinna

Ísland hafði betur gegn Argentínu, 30:21, í lokaleik sínum í milliriðli á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Íslenska liðið endar með átta stig í riðlinum.

Til að það nægi til að fara í átta liða úrslit þarf Ísland að treysta á að Egyptaland misstigi sig gegn Grænhöfðaeyjum eða að Króatíu mistekst að vinna Slóveníu í seinni leikjum dagsins.

Íslenska liðið byrjaði mjög hægt og var staðan 2:1 fyrir Argentínu á 7. mínútu. Þá jafnaði Ýmir Örn Gíslason í 2:2.

Aron Pálmarsson með boltann.
Aron Pálmarsson með boltann. mbl.is/Eyþór

Argentínumenn voru hins vegar með forskot eftir tíu mínútur, 4:3, og íslenska liðið ekki að spila vel. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Argentína yfir, 6:5.

Lítið gekk hjá íslenska liðinu að hrista það argentínska af sér og var staðan 9:9 þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum.

Viggó Kristjánsson sendir boltann í dag.
Viggó Kristjánsson sendir boltann í dag. mbl.is/Eyþór

Gæði íslenska liðsins komu loks í ljós undir lok hálfleiksins og góður kafli gerði það að verkum að Ísland var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10.  

Fyrstu fjögur mörk seinni hálfleiks voru íslensk og komst Ísland níu mörkum yfir, 19:10. Munurinn varð síðan tíu mörk í fyrsta skipti í stöðunni 23:13. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan 26:16.

Gísli Þorgeir liggur eftir eftir að hafa unnið vítakast fyrir …
Gísli Þorgeir liggur eftir eftir að hafa unnið vítakast fyrir Ísland. mbl.is/Eyþór

Var þá aðeins spurning hve stór sigurinn yrði og afar öruggur sigur Íslands varð raunin, þrátt fyrir að íslenska liðið hafi slakað aðeins á undir lokin. 

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Viggó Kristjánsson, Orri Freyr Þorkelsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru næstir með fjögur hver. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot í íslenska markinu. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Ísland 30:21 Argentína opna loka
60. mín. Gísli Þorgeir Kristjánsson (Ísland) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert