Ísland úr leik eftir nauman sigur Króatíu

Ivan Martinovic fagnar gegn Slóveníu í kvöld.
Ivan Martinovic fagnar gegn Slóveníu í kvöld. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Ísland er úr leik á heimsmeistaramóti karla í handbolti eftir þriggja marka sigur Króatíu, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, gegn Slóveníu, 29:26, í milliriðli fjögur í Zagreb í Króatíu í kvöld.

Íslenska liðið endaði með 8 stig, líkt og Egyptaland og Króatía sem fara áfram, en sex marka sigur Króatíu gegn Íslandi á föstudaginn gerir það að verkum að Króatía endar fyrir ofan Ísland og í öðru sæti riðilsins.

Ísland þurfti að treyst á að Slóvenía myndi vinna Króatíu, eða gera jafntefli, til þess að eiga möguleika á sæti í átta liða úrslitum mótsins.

Slóvenar byrjuðu betur

Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 5:0. Slóvenar voru svo með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en Króötum tókst að jafna metin á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan því 15:15 í hálfleik.

Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks en Króatar komust tveimur mörkum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 24:22, þegar rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka. Þeir létu forystuna ekki af hendi eftir það og fögnuðu sigri.

Ivan Martinovic, Marin Sipic og Filip Glavas voru markahæstir hjá Króötum með fimm mörk hver en Króatía mætir Ungverjalandi í átta liða úrslitunum og Egyptaland mætir Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert