„Dagur flækir aldrei hlutina“

Dagur Sigurðsson faðmar Marin Jelinic í leikslok í kvöld.
Dagur Sigurðsson faðmar Marin Jelinic í leikslok í kvöld. AFP/Damir Sencar

Zvoni­m­ir Srna, maður leiks­ins í frækn­um sigri Króa­tíu á Frakklandi í undanúr­slit­um HM karla í hand­bolta í Za­greb í kvöld, hrósaði þjálf­ar­an­um Degi Sig­urðssyni í há­stert eft­ir leik.

„Ég veit ekki hvað við gerðum. Það voru meiri til­finn­ing­ar í spil­inu gegn Ung­verjalandi en í dag vor­um við af­slappaðri. Við för­um að sofa vit­andi að við vinn­um til verðlauna. 

Lyk­il­atriðið var að mæta til leiks með 5-1 vörn­ina, sem olli þeim vand­ræðum. Við héld­um áfram og ég vildi ekki að leik­ur­inn tæki enda. Þetta lið hef­ur þrosk­ast, styrkst and­lega og öðlast reynslu,“ sagði Srna í sam­tali við króa­tíska dag­blaðið Novi List.

Hjálpaði okk­ur að vera ró­legri

Króa­tíska liðið hafði sætt tölu­verðri gagn­rýni í aðdrag­anda móts­ins og í byrj­un þess fyr­ir slaka spila­mennsku en er nú komið í úr­slita­leik­inn.

„Gagn­rýn­in? Hún kom til af ástæðu. Við fór­um í gegn­um þetta allt sam­an, þögðum og lögðum hart að okk­ur.

Sig­urðsson hjálpaði okk­ur að vera ró­legri í sum­um aðstæðum og láta ekki til­finn­ing­arn­ar fara með okk­ur. Þjálf­ar­inn flæk­ir aldrei hlut­ina. Hann er strang­ur og agaður. Við vinn­um vel sam­an,“ bætti Srna við.

Zvonimir Srna í baráttu við Dylan Nahi í kvöld.
Zvoni­m­ir Srna í bar­áttu við Dyl­an Nahi í kvöld. AFP/​Damir Sencar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert