Dagur í úrslitaleikinn með Króatana

Dagur Sigurðsson ræðir við einn leikmanna sinna í Arena Zagreb …
Dagur Sigurðsson ræðir við einn leikmanna sinna í Arena Zagreb í kvöld. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Dag­ur Sig­urðsson er kom­inn með lið Króa­tíu í úr­slita­leik­inn á heims­meist­ara­móti karla í hand­knatt­leik eft­ir magnaða frammistöðu liðsins og sig­ur gegn öfl­ugu liði Frakk­lands í Za­greb í kvöld, 31:28.

Stemn­ing­in í Ar­ena Za­greb sló Frakk­ana greini­lega út af lag­inu í fyrri hálfleikn­um, rétt eins og þegar Króat­ar völtuðu yfir ís­lenska liðið í fyrri hálfleik á dög­un­um.

Þeir léku ekki síður gegn Frökk­un­um og náðu mest níu marka for­skoti í fyrri hálfleik. Komust í 11:6, 15:7 og svo 18:9, áður en Frakk­ar skoruðu tvö síðustu mörk­in og staðan var 18:11 í hálfleik.

Frakk­ar minnkuðu mun­inn fljót­lega í fjög­ur mörk í seinni hálfleik, 19:15, en Króat­ar héldu þeim fjór­um til sex mörk­um frá sér þar til Frakk­ar löguðu stöðuna í 27:24.

Dika Mem minnkaði mun­inn aft­ur í þrjú mörk, 29:26, þegar fjór­ar mín­út­ur voru eft­ir en Fil­ip Gla­vas svaraði fyr­ir Króata úr ví­tak­asti mín­útu síðar, 30:26. Mel­vyn Rich­ard­son skoraði úr víti fyr­ir Frakka, 30:27, en Mar­in Sipic svaraði fyr­ir Króata, 31:27, þegar rúm mín­úta var eft­ir og þar með var ljóst að þeir væru á leið í úr­slita­leik­inn.

Króat­ar leika þar með til úr­slita gegn Dön­um eða Portú­göl­um í Bær­um í Nor­egi á sunnu­dag­inn en þeir mæt­ast í seinni undanúr­slita­leikn­um annað kvöld. Frakk­ar leika um bronsverðlaun­in sama dag.

Zvoni­m­ir Srna og Mar­in Jel­inic skoruðu sjö mörk hvor fyr­ir Króata og Ivan Mart­in­ovic sex. Dika Mem skoraði átta mörk fyr­ir Frakka og Ludovic Fabregas fjög­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert