Dagur: Er alveg búinn á því

Dagur Sigurðsson var líflegur á hliðarlínunni í gær.
Dagur Sigurðsson var líflegur á hliðarlínunni í gær. AFP/Anne-Christine Poujoulat

„Þetta er ótrú­leg stund,“ sagði Dag­ur Sig­urðsson, þjálf­ari króa­tíska karla­landsliðsins í hand­bolta, í sam­tali við sam­fé­lags­miðladeild liðsins eft­ir sig­ur­inn á Frakklandi í undanúr­slit­um HM í gær.

„Ég gæti ekki verið glaðari. Þetta er ótrú­leg til­finn­ing og mér líður eins og ég hafi spilað leik­inn sjálf­ur því ég er al­veg bú­inn á því,“ bætti Dag­ur við.

„All­ir sem komu að þess­um sigri eru hetj­ur. Leik­menn­irn­ir og all­ir aðrir. Þetta er mögnuð stund fyr­ir okk­ur,“ sagði Dag­ur enn frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert