Dagur fékk rosalegar móttökur (myndskeið)

Dagur er kominn í úrslit með króatíska liðið.
Dagur er kominn í úrslit með króatíska liðið. AFP/Damir Sencar

Dag­ur Sig­urðsson og læri­svein­ar hans í króa­tíska karla­landsliðinu í hand­bolta fengu rosa­leg­ar mót­tök­ur fyr­ir leik liðsins við Frakk­land í undanúr­slit­um HM í gær­kvöldi.

Fjöl­marg­ir Króat­ar voru mætt­ir á göt­ur Za­greb fyr­ir leik til að hvetja liðið áfram er það lagði leið sína í Ar­ena Za­greb-höll­ina í höfuðborg Króa­tíu.

Króa­tíska liðið svaraði kall­inu og sigraði það franska 31:28 og tryggði sér sæti í úr­slit­um gegn Dan­mörku eða Portúgal.

Mynd­skeið af mót­tök­un­um má sjá hér fyr­ir neðan en það er á síðu tvö í færsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert