Dagur sá fyrsti í sögunni?

Dagur er kominn í úrslit með Króatíu.
Dagur er kominn í úrslit með Króatíu. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Dag­ur Sig­urðsson skrif­ar nafn sitt í sögu­bæk­urn­ar ef hann stýr­ir Króöt­um til sig­urs á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta á sunnu­dag en króa­tíska liðið mæt­ir Portúgal eða Dan­mörku í úr­slit­um í Ósló.

Með sigri í úr­slita­leikn­um verður Dag­ur fyrsti þjálf­ar­inn sem stýr­ir þjóð til sig­urs á HM og EM sem er ekki hans eig­in þjóð en Þýska­land varð Evr­ópu­meist­ari und­ir stjórn Dags árið 2016.

Dag­ur yrði því ekki aðeins sá fyrsti til að vinna EM og HM sem „er­lend­ur“ þjálf­ari held­ur sá fyrsti til að gera það með tveim­ur mis­mun­andi landsliðum.

Króat­inn Vla­do Stenzel er sá eini sem hef­ur stýrt liði til sig­urs á HM sem er ekki hans eig­in þjóð en hann gerði Vest­ur-Þýska­land að heims­meist­ara árið 1978.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert