Þórir tjáði sig um árangur Íslands

Þórir Hergeirsson
Þórir Hergeirsson AFP/Kerstin Joensson

Þórir Her­geirs­son, sig­ur­sæl­asti landsliðsþjálf­ari í hand­bolta í sög­unni, tjáði sig um ár­ang­ur ís­lenska liðsins á HM karla í hand­bolta við norska rík­is­sjón­varpið en Ísland rétt missti af sæti í átta liða úr­slit­um með fimm sigra í sex leikj­um.

„Þetta var jafn mill­iriðill með mörg­um góðum liðum. Ísland tapaði aðeins ein­um leik en það var með of mikl­um mun og fór því ekki í átta liða úr­slit­in. Það var svekkj­andi en svona er þetta. Þetta snýst um að vinna réttu leik­ina,“ sagði Þórir.

Þórir náði ótrú­leg­um ár­angri með norska kvenna­landsliðið og var spurður út í ár­ang­ur karlaliðs Nor­egs sem féll einnig úr leik í mill­iriðli.

„Nor­eg­ur lék vel í nokkr­um leikj­um en tveir ör­laga­rík­ir leik­ir skemmdu allt. Þetta voru von­brigði,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert