Vinnur stjarna Króatíu loks gullið?

Domagoj Duvnjak fagnar sigrinum á Frakklandi í undanúrslitum í gærkvöldi.
Domagoj Duvnjak fagnar sigrinum á Frakklandi í undanúrslitum í gærkvöldi. AFP/Damir Sencar

Domagoj Duvnjak, reynslu­bolti og stærsta stjarna króa­tíska landsliðsins í hand­bolta, fær eitt loka­tæki­færi til þess að vinna stór­mót með þjóð sinni þegar Króatía und­ir stjórn Dags Sig­urðsson­ar mæt­ir annað hvort Dan­mörku eða Portúgal í úr­slita­leik á sunnu­dag.

Duvnjak, sem er 36 ára gam­all, hef­ur átt far­sæl­an fer­il með Króa­tíu og unnið til átta verðlauna­pen­inga; fjög­urra silf­ur­verðlauna og fjög­urra bronsverðlauna. Enn hef­ur hon­um hins veg­ar ekki auðnast að vinna til gull­verðlauna.

Leik­stjórn­and­inn var bú­inn að gefa það út fyr­ir HM 2025 að það yrði hans síðasta mót með landsliðinu og þar með verður úr­slita­leik­ur­inn síðasti lands­leik­ur­inn á ferl­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert