Dagur fyrsti Íslendingurinn

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. AFP/Jonathan Nackstrand

Dag­ur Sig­urðsson varð í gær­kvöldi fyrsti Íslend­ing­ur­inn til þess að vinna til verðlauna sem þjálf­ari á HM karla í hand­bolta.

Dag­ur er þjálf­ari Króa­tíu, sem tapaði 26:32 fyr­ir Dan­mörku í úr­slita­leik og vann þar með til silf­ur­verðlauna.

Áður hafði hann stýrt Þýskalandi til sig­urs á EM 2016 og svo unnið til bronsverðlauna með liðið á Ólymp­íu­leik­un­um síðar sama ár.

Guðmund­ur Þórður Guðmunds­son stýrði Íslandi til silf­ur­verðlauna á Ólymp­íu­leik­un­um árið 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Hann vann svo til gull­verðlauna á Ólymp­íu­leik­un­um 2016 með liði Dan­merk­ur en hef­ur ekki unnið til verðlauna á heims­meist­ara­móti.

Eini ís­lenski þjálf­ar­inn sem hef­ur áður unnið til verðlauna á heims­meist­ara­móti í hand­bolta er Þórir Her­geirs­son með kvennalið Nor­egs. Varð hann þris­var heims­meist­ari með liðið, vann tvisvar til silf­ur­verðlauna og einu sinni til bronsverðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka