Dagur: „Til fjandans með þá alla!“

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Dag­ur Sig­urðsson, þjálf­ari króa­tíska karla­landsliðsins í hand­bolta, tók áhuga­vert leik­hlé í úr­slita­leikn­um gegn Dan­mörku á HM í hand­bolta í Bær­um í Nor­egi á sunnu­dag­inn.

Leikn­um lauk með ör­ugg­um sex marka sigri Dan­merk­ur, 32:26, en þetta var fjórða skiptið í röð sem Dan­ir fagna sigri á HM.

Klár­um leik­inn með sæmd

Dag­ur tók leik­hlé þegar nokkr­ar mín­út­ur voru til leiks­loka í stöðunni 30:24, Dön­um í vil.

„Við skul­um klára þenn­an leik með sæmd, ber­um höfuðið hátt,“ sagði Dag­ur við leik­menn sína í loka­leik­hléi Króata.

„Spil­um góðan hand­bolta og látið dóm­ar­ana í friði. Til fjand­ans með þá, til fjand­ans með þá alla!“ bætti Dag­ur svo við en mynd­band af þessu má sjá hér fyr­ir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert