„Handbolti er svolítið eins og nám“

Mathias Gidsel er markahæstur á hverju stórmótinu á fætur öðru, …
Mathias Gidsel er markahæstur á hverju stórmótinu á fætur öðru, nú síðast á HM. AFP/Stian Lysberg Solum

Danska skytt­an Mat­hi­as Gidsel er óum­deil­an­lega besti hand­boltamaður heims. Það sýndi hann og sannaði á HM 2025 í Króa­tíu, Nor­egi og Dan­mörku, þar sem Dan­ir urðu heims­meist­ar­ar í fjórða sinn og fjórða skiptið í röð.

Gidsel, sem er örv­hent skytta, var marka­hæst­ur á ný­af­stöðnu heims­meist­ara­móti með 74 mörk. Þar af kom aðeins eitt mark úr ví­tak­asti. Hann hef­ur nú orðið marka­hæst­ur á fjór­um stór­mót­um í röð; HM 2025, Ólymp­íu­leik­un­um 2024, EM 2024 og HM 2023.

Stór­skytt­an hef­ur þá verið val­in mik­il­væg­asti leikmaður tveggja síðustu heims­meist­ara­móta og tveggja síðustu Ólymp­íu­leika ásamt því að vera út­nefnd­ur besta hægri skytt­an á EM 2024 og 2022 auk HM 2021. Hann er fyrsti leikmaður­inn í sög­unni sem er val­inn í úr­valslið stór­móta sjö skipti í röð.

Gidsel er leikmaður Füch­se Berlín í þýsku 1. deild­inni og kem­ur það ef­laust fáum á óvart að hann sé marka­hæst­ur í henni með 132 mörk í 16 leikj­um. Füch­se er eitt af nokkr­um liðum sem eru í topp­bar­áttu í þess­ari sterk­ustu deild heims og er þar í öðru sæti, fjór­um stig­um á eft­ir Íslend­ingaliði Melsungen.

Með fé­lagsliðum sín­um hef­ur Gidsel orðið dansk­ur meist­ari með GOG ásamt Vikt­ori Gísla Hall­gríms­syni landsliðsmarkverði Íslands vorið 2022 og vann Dan­inn svo Evr­ópu­deild­ina með Füch­se sum­arið 2023.

Kannski mik­il­væg­asta spurn­ing­in

Hann virðist sann­ar­lega á hápunkti fer­ils síns um þess­ar mund­ir en rétt er að taka fram að Gidsel er ung­ur enn, aðeins 25 ára gam­all, og því óhætt að segja hann enn hafa svig­rúm til þess að bæta sig, og það mikið.

Ekk­ert bend­ir nefni­lega til þess að Gidsel sé eitt­hvað að hægja á sér, þvert á móti. Það kem­ur ekki síst til vegna þess hvernig hann nálg­ast og hugs­ar um hand­knatt­leik.

„Ég æfi auðvitað mikið og fyr­ir mér er hand­bolti svo­lítið eins og nám. Ef þú vilt verða lækn­ir ertu við nám í tíu ár. Ef þú vilt verða hand­boltamaður verður þú að gera slíkt hið sama.

Ég hugsa alltaf út í hvers vegna hlut­irn­ir ger­ast á vell­in­um. Ég tel það kannski mik­il­væg­ustu spurn­ing­una,“ sagði Gidsel í viðtali sem var birt á heimasíðu Hand­knatt­leiks­sam­bands Evr­ópu, EHF, í sept­em­ber síðastliðnum.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert