Króatíski herinn heiðraði Dag (myndskeið)

Dagur Sigurðsson er vinsæll í Króatíu.
Dagur Sigurðsson er vinsæll í Króatíu. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Dag­ur Sig­urðsson er einn vin­sæl­asti maður Króa­tíu um þess­ar mund­ir eft­ir að króa­tíska liðið, und­ir hans stjórn, endaði í öðru sæti á HM karla í hand­bolta sem lauk um síðustu helgi.

Um 40.000 manns hylltu Dag og hans lið í miðborg Za­greb í gær og króa­tíski her­inn lét ekki sitt eft­ir liggja til að heiðra ís­lenska þjálf­ar­ann.

Varn­ar­málaráðuneyti Króata birti nefni­lega mynd­band af sam­fé­lags­miðlum sín­um þar sem sin­fón­íu­hljóm­sveit króa­tíska hers­ins spilaði ís­lenska þjóðsöng­inn til heiðurs Degi.

Mynd­bandið má sjá hér fyr­ir neðan.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert