Dagur Sigurðsson er einn vinsælasti maður Króatíu um þessar mundir eftir að króatíska liðið, undir hans stjórn, endaði í öðru sæti á HM karla í handbolta sem lauk um síðustu helgi.
Um 40.000 manns hylltu Dag og hans lið í miðborg Zagreb í gær og króatíski herinn lét ekki sitt eftir liggja til að heiðra íslenska þjálfarann.
Varnarmálaráðuneyti Króata birti nefnilega myndband af samfélagsmiðlum sínum þar sem sinfóníuhljómsveit króatíska hersins spilaði íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Dagur Sigurðsson🇮🇸♥️🇭🇷
— Amor Patriae 🇭🇷🦅◻️🟥◻️ (@RegnumCroatorum) February 3, 2025
Čovjek koji je više Hrvat🇭🇷 od barem 20% onih koji drže hrvatsku putovnicu. Gospodinu Sigurðssonu i ponosnom narodu Islanda🇮🇸 HRVATSKA VOJSKA ukazala je posebnu čast izvođenjem himne🎼 Islanda! SAMBAND OKKAR ER SÉRSTÖK!♥️@PresidentISL pic.twitter.com/59z1XFT4EP