Króatarnir hans Dags fengu veglega peningagjöf

Dagur Sigurðsson náði góðum árangri með Króatíu á HM.
Dagur Sigurðsson náði góðum árangri með Króatíu á HM. AFP/Damir Sencar

Rík­is­stjórn Króa­tíu hef­ur samþykkt að veita leik­mönn­um karla­landsliðs þjóðar­inn­ar í hand­bolta pen­inga­verðlaun fyr­ir ár­ang­ur liðsins á HM sem lauk í fe­brú­ar­byrj­un.

Dag­ur Sig­urðsson þjálf­ar króa­tíska liðið, sem endaði í öðru sæti á HM eft­ir tap fyr­ir Dan­mörku í úr­slita­leik.

Fær hver og einn leikmaður 12.500 evr­ur úr rík­is­sjóði eða um 1,9 millj­ón­ir króna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert