Stólarnir styrkja sig

Grace Pettet í leik með háskólaliði Missouri.
Grace Pettet í leik með háskólaliði Missouri. Ljósmynd/Mizzou Tigers

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Bandaríkjakonuna Grace Pettet um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Tindastóll hefur ekki tilkynnt formlega um komu hennar en á félagaskiptasíðu KSÍ kemur fram að Pettet fái leikheimild frá og með morgundeginum.

Hún er 23 ára varnarmaður sem lék með liðum Pittsburgh háskóla og Missouri-háskóla í háskólaboltanum vestanhafs.

Tindastóll leikur í Bestu deildinni þriðja tímabilið í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert