Þór vann Norðurlandsslaginn

Amandine Toi setti niður dramatíska sigurkörfu undir blálokin.
Amandine Toi setti niður dramatíska sigurkörfu undir blálokin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór frá Akureyri gerði góða ferð til nágranna sinna á Sauðárkróki og lagði Tindastól að velli, 83:80, í 14. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í kvöld.

Þór er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka. Tindastóll er áfram í fimmta sæti með 16 stig.

Tindastóll var ögn sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var fimm stigum yfir, 39:44, að honum loknum.

Í síðari hálfleik tóku Þórsarar hins vegar leikinn yfir, sneru taflinu við og voru með tíu stiga forystu, 63:53, þegar þriðji leikhluti var á enda.

Stólarnir voru ekki á því að gefast upp og minnkuðu muninn niður í aðeins eitt stig í stöðunni 72:71.

Eftir það var allt í járnum og staðan jöfn, 80:80, þegar nokkra sekúndur voru eftir. Var það Amandine Justine Toi sem setti niður þriggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir á klukkunni og tryggði Þór dramatískan sigur.

Esther Fokke var stigahæst hjá Þór með 25 stig og 11 fráköst ásamt því að stela boltanum þrisvar. Toi bætti við 23 stigum og var sömuleiðis með þrjá stolna bolta.

Stigahæst í leiknum var Randi Brown með 34 stig, 11 fráköst og fimm stoðsendingar fyrir Tindastól. Edyta Ewa Falenczyk bætti við 21 stigi.

Gangur leiksins:: 2:2, 7:7, 13:14, 18:18, 23:21, 30:28, 37:30, 44:39, 46:44, 52:51, 53:59, 53:63, 59:70, 67:72, 75:77, 80:83.

Tindastóll: Randi Keonsha Brown 34/11 fráköst/5 stoðsendingar, Edyta Ewa Falenzcyk 21/4 fráköst, Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 10/6 fráköst, Brynja Líf Júlíusdóttir 5/5 fráköst, Ilze Jakobsone 5/6 stoðsendingar, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 3, Inga Sólveig Sigurðardóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Þór Ak.: Esther Marjolein Fokke 25/11 fráköst, Amandine Justine Toi 23, Eva Wium Elíasdóttir 17, Madison Anne Sutton 9/14 fráköst/5 stoðsendingar, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 9/9 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Einar Valur Gunnarsson, Federick Alfred U Capellan.

Áhorfendur: 300.







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert