Sendu Íslandsmeistarana í sumarfrí

Kristófer Acox sækir að Grindvíkingum í kvöld.
Kristófer Acox sækir að Grindvíkingum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Grinda­vík er komið í undanúr­slit Íslands­móts karla í körfu­bolta eft­ir 82:74 sig­ur gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úr­slit­um í Smár­an­um í kvöld. Grinda­vík vann ein­vígið 3:1 og er annað liðið sem trygg­ir sér sæti í undanúr­slit­un­um á eft­ir Tinda­stóli.

Vals­menn voru sterk­ari aðil­inn í fyrri hálfleik. Þeim tókst að byggja upp 12 stiga for­skot í stöðunni 20:8 í fyrsta leik­hluta. Grind­vík­ing­ar sem spiluðu mjög öfl­ug­an varn­ar­leik í síðasta leik voru oft á tíðum gal­opn­ir í vörn sinni og not­færðu Vals­menn sér það. 

Eft­ir fyrsta leik­hluta leiddi Val­ur með 11 stiga mun. Vals­menn náðu aft­ur 12 stiga for­skoti í stöðunni 30:18. Virt­ist sem mun­ur­inn mætti aldrei ná 7 stiga mun því þá settu Vals­menn kraft í leik sinn að nýju og juku for­skotið aft­ur. 

Það sem mestu munaði var að Grind­vík­ing­um tókst ekki að frá­kasta í fyrri hálfleik og fengu Vals­menn oft nokk­ur tæki­færi til að setja körf­ur í sókn­um sín­um. Þegar fyrri hálfleik lauk var staðan 47:37 fyr­ir Vals­mönn­um sem voru betra liðið í fyrri hálfleik. 

Grinda­vík sterk­ara á loka­mín­út­un­um

Grind­vík­ing­ar náðu frá­bær­um kafla í þriðja leik­hluta og minnkuðu mun­inn niður í eitt stig í stöðunni 55:54 fyr­ir Val. Grind­vík­ing­ar fengu síðan tæki­færi til að kom­ast yfir en tókst það ekki og not­færðu Vals­menn sér það með því að byggja upp 6 stiga for­skot í stöðunni 60:54. Þriðja leik­hluta lauk síðan með tveggja stiga körfu frá Ólafi Ólafs­syni og staðan 62:59 fyr­ir Val. Þriggja stiga mun­ur fyr­ir loka leik­hlut­ann. 

De­andre Donte Kane minnkaði mun­inn niður í eitt stig í byrj­un fjórða leik­hluta með tveim­ur víta­skot­um og staðan 62:61 fyr­ir Val. Jos­hua Jef­fer­son setti þá niður tveggja stiga körfu og þar að auki víti og staðan 65:61 fyr­ir Val.

Grind­vík­ing­ar gátu jafnað eða kom­ist yfir í stöðunni 65:63 fyr­ir Val. Það tókst í ann­ari til­raun þegar De­andre Kane setti niður þriggja stiga körfu og Grind­vík­ing­ar yfir í fyrsta skiptið í leikn­um. Staðan 66:65 fyr­ir Grinda­vík.

Vals­menn komust yfir með þriggja stiga körfu frá Jos­hua Jef­fer­son og staðan 68:66 fyr­ir Val. Ólaf­ur Ólafs­son jafnaði leik­inn fyr­ir Grinda­vík og síðan var það Daniel Morten­sen sem kom Grinda­vík þrem­ur stig­um yfir með þriggja stiga körfu í stöðunni 71:68 fyr­ir Grinda­vík. 

Val­sönn­um tókst að minnka mun­inn niður í eitt stig þegar rétt rúm mín­úta var eft­ir af leikn­um og staðan 75:74. Þá kom risa­stór þriggja stiga karfa frá De­andre Kane og í kjöl­farið setti Jeremy Raymon Pargo layup körfu og staðan orðin 80:74 fyr­ir Grinda­vík.

Vals­menn tóku leik­hlé þegar 49,1 sek­únda var eft­ir og freistuðu þess að setja þriggja stiga körfu. Þeir fengu til þess fimm tæki­færi en öll skot þeirra klikkuðu áður en Grind­vík­ing­ar náðu loks­ins frá­kast­inu og þeir með pálm­ann í hönd­un­um. 

Þegar 21,5 sek­únda var eft­ir byrjuðu Vals­menn að brjóta og senda Grind­vík­inga á vítalín­una. Kane setti niður tvö víta­skot og þá var leikn­um lokið og Vals­menn köstuðu inn hand­klæðinu. 

De­andre Donte Kane skoraði 25 stig fyr­ir Grinda­vík og tók auk þess 11 frá­köst. Taiwo Hass­an Badm­us skoraði 24 stig fyr­ir Val og tók Frank Aron Booker 10 frá­köst fyr­ir Vals­menn.

Grinda­vík 82:74 Val­ur opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka