Frændur handboltastjörnu sömdu við körfuboltalið ÍA

Leikmennirnir ungu sem sömdu við ÍA.
Leikmennirnir ungu sem sömdu við ÍA. Ljósmynd/ÍA

Körfuknattleiksdeild ÍA hefur samið við fimm unga og uppalda leikmenn sína um að leika með liðinu á næsta tímabili. Þeirra á meðal eru tvíburabræðurnir Júlíus og Jóel Duranona.

Þeir eru líkt og eftirnafnið gefur til kynna náskyldir Róbert Julián Duranona, sem lék með íslenska landsliðinu í handknattleik um árabil við góðan orðstír.

Bróðir Róberts Juliáns, Israel heitinn, var faðir tvíburabræðranna og lék einnig sem handboltamaður hér á landi.

Hinir þrír leikmennirnir sem skrifuðu undir samning við körfuknattleiksdeild ÍA eru þeir Daði Már Alfreðsson, Hjörtur Hrafnsson og Styrmir Jónasson.

„ÍA fagnar því að þessir ungu og efnilegu leikmenn haldi tryggð við félagið og eru tilbúnir að taka slaginn á næstu leiktíð,“ sagði í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍA.

ÍA leikur í 1. deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert