Spilar með Grindavík næstu tvö árin

Sóllilja Bjarnadóttir í leik með Breiðabliki í vetur.
Sóllilja Bjarnadóttir í leik með Breiðabliki í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleikskonan Sóllilja Bjarnadóttir er gengin til liðs við Grindvíkinga og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Sóllilja er 29 ára bakvörður sem lék síðast með Breiðabliki, þar sem hún er uppalin. Hún hefur einnig leikið með Stjörnunni, KR og Val, og einnig eitt tímabil með Umeå í Svíþjóð. Hún var í fríi vegna náms í Bandaríkjunum tímabilið 2022-23 en lék með Breiðabliki fyrri hluta síðasta vetrar.

Sóllilja á að baki sex leiki með A-landsliði Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert