Þjálfarateymi Álftnesinga styrkist

Kjartan Atli Kjartansson heldur áfram sem þjálfari Álftaness.
Kjartan Atli Kjartansson heldur áfram sem þjálfari Álftaness. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjartan Atli Kjartansson hefur framlengt samning sinn við Álftanes um að þjálfa karlalið félagsins áfram á næsta keppnistímabili og þá hefur hann fengið afar reyndar þjálfara sér við hlið.

Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Álftanesliðsins, sem lék í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni síðasta vetur og kom skemmtilega á óvart en liðið komst í úrslitakeppnina þar sem það féll út í átta liða úrslitum.

Hjalti hefur mikla reynslu að baki en hann þjálfaði Fjölni og Þór á Akureyri, var aðstoðarþjálfari KR-inga þegar þeir urðu Íslandsmeistarar 2018-19, þjálfaði karlalið Keflavíkur 2019-2023 og síðan kvennalið Vals á síðasta tímabili.

Hjalti Þór Vilhjálmsson kemur með mikla reynslu inn í raðir …
Hjalti Þór Vilhjálmsson kemur með mikla reynslu inn í raðir Álftnesinga. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert