Hitti föður sinn í fyrsta sinn á fimmtánda aldursári

„Hann talaði stundum um það að það eina góða við fótboltann væri að hann skilaði mér svo góðri fótavinnu,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.

Kristófer, sem er þrítugur, varð Íslandsmeistari með Val á dögunum eftir sigur gegn Grindavík í oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins.

Fann strax fyrir pressu

Terry Acox, faðir Kristófers, lék körfubolta á Íslandi á árum áður en Kristófer var mjög efnilegur knattspyrnumaður áður en hann valdi körfuboltann fram yfir fótboltann.

„Ég hitti hann í fyrsta sinn árið 2008, í körfuboltabúðum í Bandaríkjunum, og ég fann strax pressuna frá honum,“ sagði Kristófer.

„Hann sá fyrir sér að ég færi í NBA-deildina að spila og það kom í raun ekkert annað til greina. Ég flyt svo út til hans árið 2010 þegar ég fer út í menntaskóla.

Ég bjó hjá honum úti og hann var líka aðstoðarþjálfarinn minn þar. Við vorum mjög mikið saman og ég fann það á unglingsárunum að hann var að reyna upplifa sinn draum í gegnum mig,“ sagði Kristófer meðal annars.

Viðtalið við Kristófer í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kristófer Acox.
Kristófer Acox. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert