Selfoss skráir kvennalið

Davíð Ásgrímsson þjálfari og Guðbjörg Bergsveinsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Selfoss.
Davíð Ásgrímsson þjálfari og Guðbjörg Bergsveinsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Selfoss. Ljósmynd/Selfoss karfa

Selfyssingar hafa skráð kvennalið til keppni á Íslandsmótinu í körfubolta í ár. Tíu ár eru síðan Selfoss tefldi síðast fram kvennaliði í körfubolta.

Davíð Ásgrímsson mun þjálfa liðið en Davíð hefur þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár. Selfoss spilar í 1. deild og er liðið að mestu skipað konum frá Selfossi og nágrenni samkvæmt heimasíðu félagsins.

Selfoss hvetur áhugasamar konur til að hafa samband sé áhugi fyrir að taka þátt í starfinu í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert