Hafði aldrei séð svona launatölur áður

„Ég fékk klárlega mjög veglegt tilboð,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.

Kristófer, sem er þrítugur, varð Íslandsmeistari með Val á dögunum eftir sigur gegn Grindavík í oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins.

Yrði erfitt að búa fyrir norðan

Kristófer var nálægt því að ganga til liðs við Tindastól síðasta sumar en ákvað að endingu að halda kyrru fyrir hjá Val.

„Þetta var tilboð sem ég hef aldrei séð áður, hvorki hér heima né erlendis,“ sagði Kristófer.

„Það var í fyrsta lagi erfitt að fara og spila fyrir liðið sem var að vinna þig í úrslitum Íslandsmótsins og í öðru lagi fannst mér erfitt að flytja norður, enda hef ég alltaf búið í bænum og ég er algjör bæjarrotta.

Ég sá það fyrir mig að það yrði mjög erfitt fyrir mig að búa fyrir norðan,“ sagði Kristófer meðal annars.

Viðtalið við Kristófer í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kristófer Acox.
Kristófer Acox. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert