„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“

„Persónulega upplifi ég ekki neina pressu frá bæjarfélaginu, þetta er miklu frekar gleði,“ sagði körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir í Dagmálum.

Birna, sem er 23 ára gömul, varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Keflavík á dögunum eftir öruggan sigur gegn Njarðvík í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:0.

Eins og á karlaleik

Keflavík er mikill körfuboltabær en liðið vann þrefalt á nýliðnu keppnistímabili og fjölmenntu bæjarbúar á leiki liðsins á tímabilinu.

„Það er ofboðslega hvetjandi þegar þú mætir í leik og það er ógeðslega mikið af fólki að styðja þig, eins og í úrslitaseríunni,“ sagði Birna.

„Ég var að deyja því mig langaði svo mikið að fara inn á völlinn. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert, að þurfa sitja og horfa á þetta af bekknum. Það var fullt hús og stemningin eins og á einhverjum karlaleik,“ sagði Birna meðal annars en hún sleit krossband í undanúrslitum Íslandsmótsins og missti því af úrslitaeinvíginu.

Viðtalið við Birnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert