Þór vann spennuleik í Þorlákshöfn

Jordan Semple lék vel fyrir Þór.
Jordan Semple lék vel fyrir Þór. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þór frá Þorlákshöfn hafði betur gegn Njarðvík, 93:90, í miklum spennuleik í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld.

Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur því Þór vann fyrsta leikhluta 32:20 en Njarðvík vann annan 26:27.

Var staðan í hálfleik því 49:46 fyrir Þór. Spennan hélt áfram í seinni hálfleik, en liðin skoruðu 44 hvort og Þór vann því þriggja stiga sigur.

Jordan Semple skoraði 23 stig og tók 12 fráköst fyrir Þór. Justas Tamulis bætti við 22 stigum.

Dwayne Lautier-Ogunleye gerði 35 stig fyrir Njarðvík og Dominykas Milka kom næstur með 17 stig og 11 fráköst.

Þór Þ. - Njarðvík 93:90

Icelandic Glacial höllin, Bónus deild karla, 03. október 2024.

Gangur leiksins:: 8:5, 10:9, 20:18, 32:20, 34:30, 41:33, 44:39, 49:46, 53:55, 58:58, 65:65, 72:65, 74:69, 85:75, 91:80, 93:90.

Þór Þ.: Jordan Semple 23/12 fráköst, Justas Tamulis 22, Marreon Jackson 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Morten Bulow 15, Marcus Brown 11/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 3.

Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.

Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 35/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 17/11 fráköst, Khalil Shabazz 16/4 fráköst, Mario Matasovic 7/5 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 5, Snjólfur Marel Stefánsson 4, Brynjar Kári Gunnarsson 4, Isaiah Coddon 2/5 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 251

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert