Stjörnumenn skelltu meisturunum

Orri Gunnarsson úr Stjörnunni skýtur að körfu Vals í kvöld.
Orri Gunnarsson úr Stjörnunni skýtur að körfu Vals í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjörnumenn fara afar vel af stað í úrvalsdeild karla í körfubolta en liðið skellti Íslandsmeisturum Vals, 95:81, í fyrstu umferðinni á heimavelli sínum í Garðabæ í kvöld.

Stjarnan var með sex stiga forskot í hálfleik, 40:34, þökk sé flottum öðrum leikhluta. Valur vann annan leikhluta 31:26 og minnkaði muninn í eitt stig, 66:65.

Stefndi í spennandi lokaleikhluta, en sú varð ekki raunin því Stjarnan vann hann sannfærandi og leikinn í leiðinni.

Ægir Þór Steinarsson átti góðan leik fyrir Stjörnuna, skoraði 24 stig, tók sex fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hilmar Smári Henningsson gerði 23 stig.

Taiwo Badmus skoraði 27 stig og tók tíu fráköst fyrir Val. Kristinn Pálsson bætti við 22 stigum.  

Kristinn Pálsson úr Val sækir að körfu Stjörnunnar í kvöld.
Kristinn Pálsson úr Val sækir að körfu Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert