Nýi Íslendingurinn lék vel í Evrópubikarnum

Danielle Rodriguez í leik með Grindavík á síðasta tímabili.
Danielle Rodriguez í leik með Grindavík á síðasta tímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Danielle Rodriguez, bandaríska körfuboltakonan sem fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, átti góðan leik fyrir félagslið sitt Elfic Fribourg frá Sviss þegar liðið hafði betur gegn Caledonia Gladiators í D-riðli Evrópubikarsins í kvöld.

Danielle, sem lék með Grindavík, KR og Stjörnunni hér á landi, skoraði tíu stig fyrir Fribourg ásamt því að taka tvö fráköst, gefa fjórar stoðsendingar og stela tveimur boltum á tæplega 21 mínútu.

Um fyrstu umferð riðlakeppni Evrópubikarsins var að ræða og byrjar Fribourg því með besta móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert