Fimmföld fimma í annað sinn

Victor Wembanyama með boltann í leiknum gegn Utah Jazz.
Victor Wembanyama með boltann í leiknum gegn Utah Jazz. Getty Images/Alex Goodlett

Victor Wembanyama skildi áhorfendur eftir dolfallna þegar hann náði fimmfaldri fimmu í annað sinn á ferlinum þegar San Antonio Spurs vann Utah Jazz í NBA deildinni í körfubolta í fyrradag, 106:88.

Wembanyama skoraði 25 stig, tók níu fráköst, gaf sjö stoðsendingar, varði fimm skot og stal boltanum fimm sinnum í leiknum. Þetta afrek er þekkt sem fimmföld fimma þar sem hann nær upp í fimm tölfræðistig í fimm þáttum leiksins.

Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Wembanyama nær þessu afreki og setur það hann í fámennan hóp leikmanna sem hafa náð því. Aðeins Hakeem Olajuwon og Andrei Kirilenko höfðu náð þessu afreki oftar en einu sinni í NBA deildinni.

„Þetta segir mér að ég þarf að bæta leik minn þá daga sem ég næ ekki fimmfaldri fimmu því ég á að geta hjálpað liðinu mínu í öllum þessum tölfræðiþáttum leiksins. Þetta ætti að gerast mun oftar og ég mun leggja allt mitt að mörkum til að ná stöðugleika,“ sagði Wembanyama eftir leikinn í fyrradag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert