Joel Embiid, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfuknattleik, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja launalaust bann fyrir að hafa ráðist á blaðamann í búningsklefa liðsins á laugardagskvöld.
Embiid öskraði á og hrinti svo Marcus Hayes, dálkahöfundi hjá Philadelphia Inquirer, þar sem honum mislíkaði skrif Hayes um sig og látna fjölskyldumeðlimi Embiids, son hans og bróður sem báðir hétu Arthur.
Miðherjinn stóri og stæðilegi hefur ekkert spilað á yfirstandandi tímabili vegna meiðsla á hné og segir í tilkynningu frá NBA-deildinni að Embiid muni taka út leikbannið þegar hann er leikfær á ný.
Tap Embiids í launum nemur um einni milljón bandaríkjadala, jafnvirði 137 milljóna íslenskra króna.