Garðbæingar einir á toppnum

Orri Gunnarsson var stigahæstur í kvöld.
Orri Gunnarsson var stigahæstur í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Orri Gunnarsson var stigahæstur hjá Stjörnunni þegar liðið hafði betur gegn Hetti, 87:80, í 7. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Garðabænum í kvöld en Orri skoraði 20 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Stjarnan er með 12 stig í efsta sæti deildarinnar og er með tveggja stiga forskot á Tindastól sem á leik til góða á Garðbæinga en bæði lið hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu til þessu. Höttur er í áttunda sætinu með 6 stig en liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu fimm leikjum sínum.

Hattarmenn byrjuðu betur og leiddu 25:21 að fyrsta leikhluta loknum. Stjarnan náði yfirhöndinni í öðrum leikhluta og leiddi 40:38 í hálfleik. Garðbæingar skoruðu 29 stig gegn 16 stigum Hattar í þriðja leikhluta og Hetti tókst ekki að snúa leiknum sér í vil eftir það.

Jase Bebres skoraði 17 stig fyrir Stjörnuna, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar en Obadiah Trotter var stigahæstur hjá Hetti með 18 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar.

Stjarnan - Höttur 87:80

Umhyggjuhöllin, Bónus deild karla, 14. nóvember 2024.

Gangur leiksins:: 2:6, 11:11, 17:16, 21:25, 22:30, 25:32, 33:35, 39:38, 47:43, 51:46, 61:48, 67:54, 71:62, 74:66, 80:72, 87:80.

Stjarnan: Orri Gunnarsson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jase Febres 17/8 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 16, Bjarni Guðmann Jónson 10, Ægir Þór Steinarsson 8/9 stoðsendingar, Hlynur Elías Bæringsson 8/4 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 5, Shaquille Rombley 3/9 fráköst/3 varin skot.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Höttur: Obadiah Nelson Trotter 18/7 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 17, Adam Heede-Andersen 14/4 fráköst/7 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 13/12 fráköst, David Guardia Ramos 8/4 fráköst, Gustav Suhr-Jessen 8/7 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 278

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert