Toppliðin áfram á sigurbraut

Emilie Hesseldal og Gígja Rut Gautadóttir eigast við í leik …
Emilie Hesseldal og Gígja Rut Gautadóttir eigast við í leik Njarðvíkur og Hamars/Þórs í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Haukar og Njarðvík, tvö efstu lið úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, unnu bæði örugga sigra þegar 7. umferð fór af stað með tveimur leikjum í kvöld.

Haukar heimsóttu Grindavík í Smárann í Kópavogi og unnu 85:68.

Þar með halda Haukar toppsætinu en Hafnfirðingar hafa unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum og eru með 12 stig.

Grindavík er áfram í sjötta sæti með sex stig.

Lore Devos fór á kostum í liði Hauka og skoraði 28 stig ásamt því að taka tíu fráköst.

Hjá Grindavík var Katarzyna Trzeciak stigahæst með 21 stig.

Grindavík - Haukar 68:85

Smárinn, Bónus deild kvenna, 19. nóvember 2024.

Gangur leiksins:: 2:5, 4:11, 7:12, 12:15, 17:26, 24:28, 26:36, 33:43, 39:51, 42:57, 46:60, 50:66, 55:72, 60:74, 65:76, 68:85.

Grindavík: Katarzyna Anna Trzeciak 21, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 13/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 9/6 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 8/6 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/15 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 7, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 3.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Haukar: Lore Devos 28/10 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 15, Sólrún Inga Gísladóttir 14, Diamond Alexis Battles 13/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/5 fráköst, Inga Lea Ingadóttir 5, Agnes Jónudóttir 3, Eva Margrét Kristjánsdóttir 2/6 stoðsendingar.

Fráköst: 18 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 57

Auðvelt hjá Njarðvík

Njarðvík fékk nýliða Hamars/Þórs í heimsókn og vann örugglega, 98:70.

Njarðvík er eftir sigurinn í öðru sæti með 10 stig og Hamar/Þór er áfram í fjórða sæti með sex stig.

Njarðvíkingar skiptu stigunum systurlega á milli sín þar sem Ena Viso var stigahæst með 19 stig og sjö fráköst. Brittany Dinkins bætti við 18 stigum, fimm fráköstum og átta stoðsendingum.

Bo Guttormsdóttir-Frost var þá með 16 stig. Emilie Hesseldal var svo með þrefalda tvennu er hún skoraði tíu stig, tók 13 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Í liði Hamars/Þórs var Hana Ivanusa stigahæst með 15 stig og átta fráköst.

Njarðvík - Hamar/Þór 98:70

IceMar-höllin, Bónus deild kvenna, 19. nóvember 2024.

Gangur leiksins:: 4:3, 16:4, 20:14, 29:19, 33:28, 44:30, 50:39, 56:45, 60:47, 70:49, 74:52, 79:55, 89:55, 91:61, 93:68, 98:70.

Njarðvík: Ena Viso 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Brittany Dinkins 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Bo Guttormsdóttir-Frost 16, Sara Björk Logadóttir 14, Hulda María Agnarsdóttir 13, Emilie Sofie Hesseldal 10/13 fráköst/11 stoðsendingar, Kristín Björk Guðjónsdóttir 3, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Hamar/Þór: Hana Ivanusa 15/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 9, Abby Claire Beeman 9/8 fráköst/12 stoðsendingar, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 8, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 7, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 6, Bergdís Anna Magnúsdóttir 5, Fanney Ragnarsdóttir 4, Gígja Rut Gautadóttir 4, Teresa Sonia Da Silva 3.

Fráköst: 21 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Sigurbaldur Frímannsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 180

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka