Elvar stórgóður í Grikklandi

Elvar Már Friðriksson í leik með Maroussi.
Elvar Már Friðriksson í leik með Maroussi. Ljósmynd/FIBA

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum með Maroussi er liðið tapaði naumlega gegn AEK Aþenu í efstu deild gríska körfuboltans í dag.

Elvar Már skoraði 16 stig og gaf að auki sex stoðsendingar í dag en hann lék í 24 mínútur.

Maroussi er í 11. sæti deildarinnar með 12 stig, einu sæti fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka