Í fyrsta sinn á jóladag

Luka Doncic er leikmaður Dallas Mavericks.
Luka Doncic er leikmaður Dallas Mavericks. AFP/Ezra Shaw

San Antonio Spurs og New York Knicks sem og Minnesota Timberwolves og Dallas Mavericks mætast í fyrsta sinn á jóladag. 

San Antonio og New York mætast í San Antonio en Minnesota og Dallas mætast í Minnesota. 

Þetta er 77. skiptið sem leikið er á jóladag í bandarísku NBA-deild karla í körfubolta en fimm leikir fara fram í dag. 

Þá mætast Philadelphia 76ers og Boston Celtics, Los Angeles Lakers og Golden State Warriors sem og Denver Nuggets og Phoenix Suns, en þau hafa öll mætt hvoru öðru á jóladag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert