Annar sigur Tryggva og félaga í röð

Tryggvi Snær Hlinason í leiknum í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason í leiknum í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Bilbao vann annan leik liðsins í röð í efstu deild spænska körfu­bolt­ans í dag þegar liðið mætti Leyma Coruna en leikurinn endaði 100:79.

Liðið vann einnig síðasta leik liðsins gegn Lleida en fyrir það hafði Bilbao tapað fimm deildarleikjum í röð. Liðið er nú í 13. sæti og hefur unnið fimm leiki en tapað átta.

 Tryggvi Hlina­son er leikmaður Bilbao og spilaði 16 mínútur í sigrinum dag. Hann skoraði tvö stig og tók þrjú fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert