Elvar Már Friðriksson og félagar í Maroussi sigruðu Promitheas, 63:76, í efstu deild gríska körfuboltans í dag.
Njarðvíkingurinn skoraði 14 stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 26:21 mínútum í sigrinum.
Maroussi er 11. og næstneðsta sæti með 15 stig eftir 12 leiki en Promitheas er í fjórða sæti deildarinnar.