Jókerinn fór hamförum í sigri

Nikola Jokic var með þrefalda tvennu í nótt.
Nikola Jokic var með þrefalda tvennu í nótt. AFP/ALEX GOODLETT

Serbinn Nikola Jokic, Jókerinn, var enn eina ferðina með þrefalda tvennu er Denver Nuggets hafði betur gegn Utah Jazz, 132:121, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Jokic skoraði 36 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 22 fráköst fyrir Denver. Jordan Clarkson var atkvæðamestur í Utah með 24 stig, fimm fráköst og fjórar stoðsendingar.

Magnaður Embiid

Joel Embiid skoraði 37 stig fyrir Philadelphia 76ers í öruggum sigri liðsins á Portland Trail Blazers, 125:103.

Auk þess að skora 37 stig tók Embiid níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Portland var Anfernee Simons stigahæstur með 25 stig, fjögur fráköst og fjórar stoðsendingar. 

New York Knicks gerði góða ferð í höfuðborgina og lagði Washington Wizards, 126:106, í nótt.

Karl-Anthony Towns var stigahæstur fyrir New York með 32 stig og 13 fráköst. Samherji hans Josh Hart var með þrefalda tvennu eða 23 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar.

Jonas Valanciunas var stigahæstur fyrir Washington en hann skoraði 22 stig og reif niður átta fráköst. 

Öll úrslit: 

Charlotte Hornets - Chicago Bulls 108:115 

Washington Wizards - New York Knicks 106:126 

New Orleans Pelicans - Los Angeles Clippers 113:116 

Utah Jazz - Denver Nuggets 121:132 

Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 95:113 

Portland Trail Blazers - Philadelphia 76ers 103:125 

Sacramento Kings - Dallas Mavericks 110:100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert