Stólarnir ekki í vandræðum í Vesturbæ

Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, með boltann í leiknum í …
Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Tindastóll vann öruggan sigur á nýliðum KR, 116:95, í 12. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Meistaravöllum í Vestubæ Reykjavíkur í kvöld.

Tindastóll er áfram í öðru sæti deildarinnar, nú með 18 stig, og KR heldur kyrru fyrir í fjórða sæti með 12 stig.

Stólarnir voru átta stigum yfir, 29:21, að loknum fyrsta leikhluta og bættu enn frekar við í öðrum leikhluta. Staðan í hálfleik var 60:43.

Í síðari hálfleik byrjaði KR af miklum krafti og náði mest að minnka muninn í fimm stig í stöðunni 68:63.

Eftir það náði Tindastóll hins vegar vopnum sínum að nýju, hóf að bæta við forskot sitt sem varð mest 28 stig í stöðunni 111:83. Niðurstaðan að lokum þægilegur 21 stigs sigur Tindastóls.

Dedrick Basile var stigahæstur í leiknum með 27 stig fyrir Tindastól. Hann tók auk þess sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Sadio Doucouré bætti við 25 stigum og sjö fráköstum.

Hjá KR voru Þorvaldur Orri Árnason og Nimrod Hilliard stigahæstir með 21 stig hvor. Hilliard bætti við tíu stoðsendingum.

Fyrirliðinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var með þrefalda tvennu hjá KR er hann skoraði 15 stig, tók 17 fráköst og gaf tíu stoðsendingar ásamt því að stela boltanum tvisvar.

KR - Tindastóll 95:116

Meistaravellir, Bónus deild karla, 03. janúar 2025.

Gangur leiksins:: 6:8, 15:10, 20:19, 21:29, 27:38, 33:38, 38:47, 43:60, 53:65, 63:68, 67:81, 74:91, 78:96, 83:104, 89:111, 95:116.

KR: Nimrod Hilliard IV 21/4 fráköst/10 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árnason 21, Linards Jaunzems 18/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 15/17 fráköst/10 stoðsendingar, Vlatko Granic 7, Jason Tyler Gigliotti 6, Orri Hilmarsson 3, Friðrik Anton Jónsson 3, Lars Erik Bragason 1.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Tindastóll: Dedrick Deon Basile 27/7 fráköst/9 stoðsendingar, Sadio Doucoure 25/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 15, Giannis Agravanis 15/8 fráköst, Davis Geks 14, Adomas Drungilas 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 9/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 696

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert