Stórkostleg skotnýting Stephens Curry

Stephen Curry átti stórleik í nótt.
Stephen Curry átti stórleik í nótt. AFP/Alika Jenner

Stephen Curry átti frábæran leik fyrir Golden State Warriors þegar liðið hafði betur gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfuknattleik í San Francisco í nótt.

Leiknum lauk með stórsigri Golden State, 139:105, en Curry skoraði 32 stig og var stigahæstur á vellinum, ásamt því að taka sex fráköst og gefa tíu stoðsendingar.

Curry var með 100 prósenta skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna en hann skoraði úr öllum átta þriggja stiga skotum sínum.

Golden State er með 17 sigra í 8. sæti Vesturdeildarinnar og í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:

Miami 115:128 Indiana
Minnesota 115:118 Boston
Milwaukee 110:113 Brooklyn
Oklahoma City 116:98 LA Clippers
Golden State 139:105 Philadelphia
LA Lakers 114:106 Portland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert