San Pablo Burgos úr B-deildinni tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum spænska bikarsins í körfubolta er liðið gerði jafntefli við Estudiantes, einnig úr B-deildinni, á útivelli. Urðu lokatölur 91:91.
Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos unnu fyrri leikinn á heimavelli, 96:58, og einvígið því samanlagt 187:149.
Grindvíkingurinn skoraði sjö stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 19 mínútum með San Pablo.