Stjarnan aftur á toppinn

Júlíus Orri Ágústsson skýtur að körfu KR-inga í kvöld.
Júlíus Orri Ágústsson skýtur að körfu KR-inga í kvöld. mbl.is/Karítas

Stjörnumenn endurheimtu toppsæti úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á KR, 94:86, á heimavelli í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld.

Stjarnan er með 22 stig, tveimur stigum meira en Tindastóll í öðru sæti. KR er í sjöunda sæti með 12 stig.

Stjörnumenn voru yfir svo gott sem allan leikinn og varð munurinn mestur 14 stig í stöðunni 61:47 í þriðja leikhluta. Var staðan í hálfleik 50:41 og voru KR-ingar aldrei líklegir til að jafna í seinni, þótt þeir hafi lagað stöðuna aðeins.  

Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur hjá Stjörnunni með 30 stig og Jase Febres skoraði 26. Nimrod Hilliard skoraði 27 fyrir KR og Þorvaldur Orri Árnason, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Vlatko Granic gerðu 15 hver.

Stjarnan - KR 94:86

Umhyggjuhöllin, Bónus deild karla, 10. janúar 2025.

Gangur leiksins:: 4:4, 10:8, 15:13, 20:17, 23:25, 33:32, 45:34, 50:41, 56:45, 61:52, 62:58, 68:60, 73:65, 81:73, 87:76, 94:86.

Stjarnan: Hilmar Smári Henningsson 30/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jase Febres 26/8 fráköst, Shaquille Rombley 21/5 fráköst/5 varin skot, Ægir Þór Steinarsson 7/4 fráköst/8 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 7/4 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 3.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

KR: Nimrod Hilliard IV 27/8 fráköst/5 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árnason 15, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 15/13 fráköst/9 stoðsendingar, Vlatko Granic 15/5 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Veigar Áki Hlynsson 4, Orri Hilmarsson 3, Lars Erik Bragason 2.

Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 340

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert