Þór fór illa með Val

Justas Tamulis og félagar í Þór völtuðu yfir Val.
Justas Tamulis og félagar í Þór völtuðu yfir Val. mbl.is/Eyþór Árnason

Þór frá Þorlákshöfn valtaði yfir Val, 94:69, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld.

Þór er með 14 stig, eins og Grindavík og Keflavík í 4.-6. sæti. Valur er í 8.-10. sæti með tíu stig.

Þórsarar voru með öll tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 23:10 og hálfleikstölur 47:27. Var eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn í seinni hálfleik.

Nikolas Tomsick skoraði 23 stig fyrir Þór og Mustapha Heron skoraði 21. Sherif Kenney skoraði 25 stig fyrir Val og Taiwo Badmus tíu.

Þór Þ. - Valur 94:69

Icelandic Glacial höllin, Bónus deild karla, 10. janúar 2025.

Gangur leiksins:: 3:0, 8:5, 14:5, 23:10, 31:14, 36:17, 39:21, 44:27, 53:29, 62:34, 67:37, 73:44, 80:47, 82:50, 88:58, 94:69.

Þór Þ.: Nikolas Tomsick 23/7 stoðsendingar, Mustapha Jahhad Heron 21/8 fráköst/7 stoðsendingar, Justas Tamulis 16/7 fráköst, Jordan Semple 16/6 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 6, Morten Bulow 4/10 fráköst, Arnór Daði Sigurbergsson 3, Davíð Arnar Ágústsson 3, Ragnar Örn Bragason 2.

Fráköst: 34 í vörn, 4 í sókn.

Valur: Sherif Ali Kenney 25/6 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 10/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 7/6 fráköst, Karl Kristján Sigurðarson 6, Adam Ramstedt 6/7 fráköst, Kári Jónsson 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ástþór Atli Svalason 5, Símon Tómasson 3, Kristinn Pálsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 250

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert