Þór frá Þorlákshöfn valtaði yfir Val, 94:69, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld.
Þór er með 14 stig, eins og Grindavík og Keflavík í 4.-6. sæti. Valur er í 8.-10. sæti með tíu stig.
Þórsarar voru með öll tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 23:10 og hálfleikstölur 47:27. Var eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn í seinni hálfleik.
Nikolas Tomsick skoraði 23 stig fyrir Þór og Mustapha Heron skoraði 21. Sherif Kenney skoraði 25 stig fyrir Val og Taiwo Badmus tíu.
Icelandic Glacial höllin, Bónus deild karla, 10. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 3:0, 8:5, 14:5, 23:10, 31:14, 36:17, 39:21, 44:27, 53:29, 62:34, 67:37, 73:44, 80:47, 82:50, 88:58, 94:69.
Þór Þ.: Nikolas Tomsick 23/7 stoðsendingar, Mustapha Jahhad Heron 21/8 fráköst/7 stoðsendingar, Justas Tamulis 16/7 fráköst, Jordan Semple 16/6 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 6, Morten Bulow 4/10 fráköst, Arnór Daði Sigurbergsson 3, Davíð Arnar Ágústsson 3, Ragnar Örn Bragason 2.
Fráköst: 34 í vörn, 4 í sókn.
Valur: Sherif Ali Kenney 25/6 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 10/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 7/6 fráköst, Karl Kristján Sigurðarson 6, Adam Ramstedt 6/7 fráköst, Kári Jónsson 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ástþór Atli Svalason 5, Símon Tómasson 3, Kristinn Pálsson 2/6 fráköst.
Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Birgir Örn Hjörvarsson.
Áhorfendur: 250