Elvar frábær í sigri

Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. Ljósmynd/FIBA

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var stórgóður í sigri Maroussi gegn Peristeri, 86:81, í efstu deild gríska körfuboltans í dag.

Elvar Már skoraði tíu stig, gaf sjö stoðsendingar og tók fjögur fráköst á 33 mínútum.

Maroussi er í níunda sæti deildarinnar með 18 stig, einu sæti fyrir neðan Peristeri með 19 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert