Methrinunni lokið hjá Hlyni

Hlynur Bæringsson í leik með Stjörnuni í vetur.
Hlynur Bæringsson í leik með Stjörnuni í vetur. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hlynur Bæringsson lauk einstakri hrinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld þegar Stjarnan lagði KR að velli í þrettándu umferð deildarinnar í Garðabæ.

Hlynur, sem er 42 ára gamall, lék aðeins í tólf sekúndur í leiknum og náði ekki að taka frákast á þeim tíma.

Landsliðsmiðherjinn fyrrverandi hafði fram að því tekið þátt í 487 leikjum í röð, í deildinni og úrslitakeppni, frá árinu 1998 þar sem hann hafði ávallt tekið að minnsta kosti eitt frákast. Þetta hefur enginn annar leikið eftir hér á landi.

Frá þessu er greint á tölfræðisíðunni Stattnördarnir á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert