Oklahoma City Thunder vann afar sannfærandi sigur á New York Knicks, 126:101, í bandarísku NBA-deild karla í körfubolta í New York í nótt.
Oklahoma-liðið er langefst í Vesturdeildinni en New York er í þriðja sæti í Austurdeildinni.
Shai Gilgeous-Alexander skoraði 39 stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar en hjá New York skoraði Karl-Anthony Towns 23 stig, tók tíu fráköst og gaf stoðsendingu.
Önnur úrslit:
Philadelphia 76ers - New Orleans Pelicans
Orlando Magic - Milwaukee Bucks 106:109
Indiana Pacers - Golden State Warriors 108:96
Boston Celtics - Sacramento Kings 97:114
Chicago Bulls - Washington Wizards 105:138
Denver Nuggets - Brooklyn Nets 105:124