Memphis Grizzlies hafði betur gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs í nótt, 127:125.
Minnesota var með litla forystu nær allan tímann. Staðan í hálfleik var 65:64 og 103:99 eftir þriðja leikhluta. Þá var Minnesota með 125:121-forskot þegar ein og hálf mínúta var eftir. Memphis skoraði hins vegar sex síðustu stigin og tryggði sér sætan útisigur.
Jaren Jackson Jr. skoraði 33 stig fyrir Memphis og Donte DiVincenzo gerði 27 stig og tók tíu fráköst fyrir Minnesota.
Miami gerði góða ferð til Portland og sigraði Portland Trail Blazers örugglega, 119:98. Tyler Herro skoraði 32 stig fyrir Miami og Anfernee Simons skoraði 28 fyrir Portland.
Úrslitin í NBA-körfuboltanum í nótt:
Phoenix Suns 114:106 Utah Jazz
Detroit Pistons 123:114 Toronto Raptors
Minnesota Timberwolves 125:127 Memphis Grizzlies
Portland Trail Blazers 98:119 Miami Heat