Sterkur sigur Martins og félaga

Martin Hermannsson er fyrirliði Alba Berlín.
Martin Hermannsson er fyrirliði Alba Berlín. mbl.is/Kristinn Magnússon

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín unnu sterkan sigur gegn Frankfurt, 75:61, í efstu deild þýska körfuboltans í dag.  

Martin var að vanda öflugur í liði Alba en hann skoraði átta stig og gaf átta stoðsendingar á 24 mínútum.  

Alba er í 14. sæti deildarinnar með sex sigra og átta töp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert