Tveir leikmenn sem spila með Suðurnesjaliðum í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik eru í danska landsliðshópnum sem var valinn í dag fyrir leiki í undankeppni EM.
Þetta eru þær Ena Viso, leikmaður Njarðvíkur, og Sofie Tryggedsson, leikmaður Grindavíkur. Ena leikur sitt annað tímabil með Njarðvíingum en Sofie kom til Grindavíkur fyrir þetta tímabil frá Melilla á Spáni.
Danska liðið mætir Svíþjóð og Bretlandi í næsta mánuði en þær Ena og Sofie hafa leikið um nokkurt skeið með því.