Njarðvíkingurinn lét til sín taka

Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elvar Már Friðriksson átti góðan leik fyrir gríska liðið Maroussi þegar það mátti sætta sig við naumt tap fyrir tyrkneska liðinu Tofas, 74:77, í K-riðli Evrópubikarsins í körfuknattleik í kvöld.

Tofas er á toppi riðilsins með þrjá sigra í fjórum leikjum og Maroussi er í þriðja sæti með tvo sigra í jafnmörgum leikjum.

Njarðvíkingurinn Elvar Már var atkvæðamikill fyrir Maroussi þegar hann skoraði 16 stig, tók eitt frákast og gaf sjö stoðsendingar á 28 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert